Um miðjan febrúar sótti sendinefnd Sameinuðu Biblíufélaganna Vatíkanið heim. Meðan á heimsókninni stóð fundaði sendinefndinni með Frans páfa og átti viðræður við fulltrúa rómversk katólsku kirkjunnar (Dicastery for Promoting Christian Unity) um biblíuþýðingar. Frans páfi kvaðst ánægður með þýðingarstarfið og og lýsti yfir stuðningi sínum við starf Biblíufélaganna á því sviði.
Sendinefnd Sameinuðu biblíufélaganna samanstóð af Elaine Duncan (formaður), Dirk Gevers (framkvæmdastjóri), Robert Cunville (fyrrum forseti), Mathew Punnoose (stjórnarmaður), Alexander M. Schweitzer (framkvæmdastjóri útbreiðslusviðs) og Rosalee Velloso Ewell (framkvæmdastjóri kirkjutengsla).
Kurt Koch kardínáli, Brian Farrell biskup og monsignor Juan Usma Gómez tóku þátt í viðræðunum fyrir hönd Rómversk katólsku kirkjunnar.
Í heimsókninni var m.a. rætt um endurskoðun á leiðbeiningum um samstarf mismunandi kirkjudeilda varðandi biblíuþýðingar. Fulltrúar katólsku kirkjunnar lögðu áherslu á að þrátt fyrir hraða þróun tæknilegra lausna þegar kemur að þýðingum, þá verði mannlegir þættir og tengslamyndun að vera lykilatriði þegar kemur að þýðingu og túlkun textans.
Frans páfi þakkaði Sameinuðu biblíufélaganna fyrir vinnu þeirra við að aðstoða við útbreiðslu orðs Guðs um allan heim:
Að gefa út texta á ýmsum tungumálum og dreifa þeim til mismunandi heimsálfa er lofsvert verk. Ég bið Heilagan Anda að leiðbeina og styðja þjónustu ykkar. Heilagur Andi getur opinberað dýpt Guðs, svo að öll sem heyra hinn helga texta geti komist til hlýðni í trú og mætt Guði fyrir Jesú Krist.