Á liðnu ári lauk samstarfi Biblíufélagsins við JPV/Forlagið. Fyrsta endurútgáfa Biblíunnar er nú komin út hjá Biblíufélaginu, vönduð Biblía í hörðu spjaldi í stærðinni 12×18 cm. Jafnframt hefur Biblíufélagið opnað vefverslun með Biblíur, https://biblian.is/verslun, þar sem hægt er að panta nýju endurútgáfuna og fá hana senda á næsta DROPP afhendingarstað eða heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu.

Það eru örfá landsvæði þar sem getur verið langt í næsta DROPP afhendingarstað. Í þeim tilfellum er hægt að ganga frá pöntun með að senda tölvupóst á pantanir@biblian.is. Biblían verður þá send innan viku á næsta afhendingarstað Flytjanda.

Þá er ekki hægt að láta senda Biblíur beint úr vefversluninni til útlanda, heldur þarf að senda tölvupóst á pantanir@biblian.is.

Fyrir þau sem vilja síður nota vefverslanir, þá er Biblían til sölu m.a. í Kirkjuhúsinu í Katrínartúni 4, í Versluninni Jata í Hátúni 2 og í verslun Hallgrímskirkju. Þá verður Biblían komin í fleiri bókaverslanir með vorinu.