Eins og hindin þráir vatnslindir
þráir sál mín þig, ó Guð.
Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifanda Guði,
hvenær mun ég fá að koma og sjá auglit Guðs?
Tár mín urðu fæða mín dag og nótt
því að daglangt var ég spurður:
„Hvar er Guð þinn?“
Ég bugast af sorg er ég minnist þess sem var
þegar ég fór fyrir fylkingunni,
fór fyrir þeim sem héldu að húsi Guðs,
með gleðihrópum og lofsöng
í fagnandi hátíðarskara.
Hví ert þú buguð, sál mín, og ólgar í mér?
Vona á Guð
því að enn mun ég fá að lofa hann,
hjálpræði auglitis míns og Guð minn.