Að kvöldi sama dags sagði Jesús við þá: „Förum yfir um vatnið!“ Þeir skildu þá við mannfjöldann, fóru í bátinn þar sem Jesús var og sigldu burt. Aðrir bátar fylgdu þeim eftir. Þá brast á stormhrina mikil og féllu öldurnar inn í bátinn svo við lá að hann fyllti. Jesús var í skutnum og svaf á kodda. Þeir vöktu hann og sögðu við hann: „Meistari, hirðir þú ekki um að við förumst?“
Hann vaknaði, hastaði á vindinn og sagði við vatnið: „Þegi þú, haf hljótt um þig!“ Þá lægði vindinn og gerði stillilogn. Og hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, hafið þið enn enga trú?“
En þeir urðu miklum ótta lostnir og sögðu hver við annan: „Hver er þessi? Jafnvel vindur og vatn hlýða honum.“