Vei mér.
Fyrir mér er komið eins og þegar ávöxtum hefur verið safnað,
og leitað er að eftirhreytum vínberjanna.
Enginn klasi er eftir til að neyta,
engar vorfíkjur sem hugnast mér.
Hinir guðhræddu eru horfnir úr landinu,
engir ráðvandir menn eftir.
Allir bíða færis að úthella blóði,
fanga hver annan í net sín.
Til ills eru báðar hendur fram réttar.
Höfðinginn heimtar
og dómarinn er falur.
Tignarmaðurinn krefst alls sem hann girnist
og það veitist honum.
Hinn besti meðal þeirra er sem þyrnir
og hinn ráðvandasti verri en þyrnigerði.
Sá dagur er kominn sem verðir þínir boðuðu,
dagur refsingar þeirra.
Nú eru úrræði þeirra engin.
Trúið ekki kunningja yðar,
treystið ekki vini,
gættu tungu þinnar fyrir henni
sem hvílir í faðmi þínum.
Því að sonur fyrirlítur föður
og dóttir rís gegn móður
og tengdadóttir gegn tengdamóður
og hjú gerast fjendur húsbónda síns.