Óvitur maður sýnir náunga sínum fyrirlitningu
en vitur maður þegir.
Rógberinn ljóstrar upp leyndarmáli
en hinn þagmælski virðir trúnað.
Án stjórnar tortímist herinn
en séu ráðgjafar margir getur allt farið vel.
Illa fer fyrir þeim sem gengur í ábyrgð fyrir annan mann,
sá sem forðast handsöl er óhultur.
Yndisleg kona hlýtur sæmd,
hinn ötuli hlýtur auð.
Kærleiksríkur maður vinnur sjálfum sér gagn,
harðlyndur maður vinnur sér mein.
Hinn rangláti eignast sýndarávinning
en sá sem réttlæti sáir hlýtur ósvikin laun.
Að stunda réttlæti leiðir til lífs,
að elta hið illa leiðir til dauða.
Fláráðir eru Drottni andstyggð
en hinir vammlausu yndi hans.
Víst er að hinn illi sleppur ekki við refsingu
en hinir réttlátu eru óhultir.