Hallelúja.
Syngið Drottni nýjan söng,
lofsöngur hans hljómi í söfnuði trúfastra.
Ísrael gleðjist yfir skapara sínum,
börn Síonar fagni konungi sínum,
lofi nafn hans með dansi,
flytji honum lofgjörð með bumbu og gígju.
Því að Drottinn hefur þóknun á lýð sínum,
krýnir hrjáða sigri.
Hinir trúuðu fagni í dýrðarljóma,
hrópi gleðióp í hvílum sínum
með lofgjörð Guðs á tungu
og tvíeggjað sverð í hendi
til hefnda á öðrum þjóðum,
refsingar framandi þjóðflokkum,
til að hlekkja konunga þeirra
og leggja höfðingja þeirra í járn.
Þeir skulu fullnægja á þeim skráðum dómi.
Það er til vegsemdar öllum sem honum eru trúir.
Hallelúja.