Orð Drottins kom til mín:
Svo segir Drottinn allsherjar: Fastan í fjórða mánuði, fastan í fimmta mánuði, fastan í sjöunda mánuði og fastan í hinum tíunda verða ætt Júda til fagnaðar og ánægju og að kærkomnum hátíðum. Elskið sannleika og frið.
Svo segir Drottinn allsherjar: Enn munu koma heilar þjóðir og íbúar margra borga. Íbúar einnar borgar munu fara til annarrar og segja: „Förum strax til að blíðka Drottin og leita Drottins allsherjar. Ég fer líka.“ Og margir ættflokkar og voldugar þjóðir koma til þess að leita Drottins allsherjar í Jerúsalem og blíðka hann.
Svo segir Drottinn allsherjar: Á þeim dögum munu tíu menn af öllum þjóðtungum grípa í kyrtilfald eins Gyðings og segja: „Við viljum fara með ykkur, við höfum heyrt að Guð sé með ykkur.“