Framkvæmdastjóri Biblíufélagsins í Mozambique, Valente Tseco, brosir út að eyrum, þegar hann segir frá útgáfuhátíðum vegna útgáfu Biblíunnar á Xichangana og Emakhuwa.

„Eftir ár af takmörkunum, þá var auðvelt að gleyma í smástund, að við værum að kljást við COVID-19,“ segir hann. „Þetta var bænasvar, áminning um að festast ekki í erfiðleikunum, en muna að fagna og gleðjast!“

Árið 2021 var sérstaklega erfitt ár í Mozambique, í miðjum heimsfaraldri skal fellibylurinn Eloise á landinu, og skyldi eftir sig gífurlega eyðileggingu og þúsundir misstu heimili sín. Biblíufélagið fékk gífurlegan skell þegar lager af Biblíum fyrir á annan tug milljóna íslenskra króna eyðilagðist.

Skemmdir á lager Biblíufélagsins metnar í kjölfar fellibylsins

Skemmdir á lager Biblíufélagsins metnar í kjölfar fellibylsins

Skelfilegt högg

Biblíufélagið í Mozembique stóð illa og hafði þurft mikla hjálp frá Sameinuðu Biblíufélögunum (UBS) til að komast í gegnum 2020, meðal annars í gegnum neyðarsjóð UBS, áður en fellibylurinn skal á landinu.

„Án hjálpar frá neyðarsjóðnum, hefðum við þurft að hætta allri starfsemi 2020,“ segir Valente. Í kjölfar fellibylsins kom auk þess hjálp frá öðrum Biblíufélögum, sem aðstoðuðu við að prenta nýjan lager og studdu við kirkjustarf á þeim svæðum sem höfðu orðið verst úti.

Útgöngubann

Frá janúar og fram í október 2021 var útgöngubann í Mozambique vegna COVID. Kirkjum var lokað, samkomur bannaðar og ferðalög mjög takmörkuð. Biblíufélagið reyndi að notast við veflausnir og bjóða upp á starf á netinu, en netaðgengi í landinu er takmarkað svo það gekk ekki vel. Þegar dró úr takmörkunum, var strax hafist handa við að byggja starfið upp á ný, sem náði hámarki þegar gefnar voru út tvær nýjar Biblíuþýðingar á Xichangana og Emakhuwa.

„Við höfðum þrjá mánuði til að gera allt sem við höfðum áætlað að gera á árinu 2021,“ að sögn Valente. Í desember, fagnaði Biblíufélagið með þeim sem hafa Emakhuwa að móðurmáli í Nampula. En þýðingarverkefnið hafði staðið yfir í 22 ár. Emakhuwa er talað af um fimm milljón einstaklingum á svæðinu í kringum Nampula og í Cabo Delgado, en þar hafa hryðjuverkaárásir islamskra öfgamanna verið að færast í aukana. Útgáfa Biblíunnar á Emakhuwa, er tækifæri fyrir þau sem flýja til Nampula, undan hryðjuverkunum í Cabo Delgado, til að kynnast og upplifa orð Guðs.

Þúsundir hafa látið lífið og yfir 850.000 einstaklingar hafa hrakist frá heimilum sínum vegna átakanna í Cabo Delgado. Mörg þeirra hafa flúið til Nampula. Á útgáfuhátíðinni var lögð áhersla á hvernig þýðing Biblíunnar á Emakhuwa gæti orðið kraftmikið tæki fyrir frið og sátt.

Valente sagði í ræðu sinni: „Með Biblíunni á Emakhuwa, hefur kirkjan tækifæri til að gefa börnum Guðs í Nampula von. Fólk streymir í öryggið í Nampula og Biblían getur læknað sundurkramin hjörtu í Cabo Delgado, þar sem kristnir og einstaklingar úr öðrum trúarhópum eru myrtir.“

Áfallahjálp

Biblíufélagið hefur unnið með kirkjum í Nampula, og boðið upp á námskeið í áfallahjálp og verið með námskeið um friðsamlega sambúð mismunandi trúfélaga, eins og Valente útskýrir, „þá er markmiðið að skoða mismunandi leiðir fyrir mismunandi trúfélög að lifa saman í friði, sjá hvort annað sem systkini.“

Julia Williamo er prestur í Nampula og hefur tekið á móti fjölda flóttafólks inn á heimili sitt og í húsnæði kirkjunnar sem hún þjónar. Hún segir að Biblían á Emakhuwa muni gjörbreyta hvernig hún getur stutt við og átt samfélag við flóttafólk. „Við höfum beðið saman á móðurmálinu okkar, en þegar við lesum Biblíuna, þá þurftum við að lesa á portúgölsku og þýða yfir á Emakhuwa. Núna, með þessari nýju þýðingu get ég lesið og prédikað á mínu móðurmáli. Þökk sé Guði.“

Biblían á Emakhuwa kom út einungis þremur vikum eftir að hundruðir einstaklingar í Xai-Xai, komu saman til að fagna útgáfu Biblíunnar á Xichangana. Xichangana er talað af 3,2 milljónum einstaklinga.

Séra Samuel Chone á útgáfuhátíðinni fyrir Biblíuna á Xichangana

Séra Samuel Chone á útgáfuhátíðinni fyrir Biblíuna á Xichangana.

„Við höfum átt draum um Biblíuþýðingu á Xichangana, og í dag hefur sá draumur orðið að veruleika,“ segir Séra Samuel Chone, umsjónarmaður þýðingarteymisins á Xichangana. „Biblían er jólagjöfin til fjölskyldunnar“, segir Michaque Ubisse, sem ferðaðist langa leið til að taka þátt í hátíðardeginum. „Ég gat ekki hugsað mér að missa af þessum degi. Ég vildi verða vitni að því þegar Biblían kom út á mínu móðurmáli. Ég þakka Guði þennan dag og þessa þýðingu. Ég keypti fjögur eintök af Biblíunni – eitt fyrir hvern meðlim fjölskyldunnar.“