Við hjá Biblíufélaginu fáum reglulega fyrirspurnir um hvar hægt sé að kaupa Biblíur. Því er til að svara að Biblíufélagið er ekki með verslun en Forlagið – JPV sér um útgáfu og sölu á Biblíum fyrir okkur.
Forlagið er með fimm útgáfur af nýjustu biblíuþýðingunni frá 2007, auk einnar útgáfu án Apókrýfubókanna. Hægt er að panta hjá Forlaginu á netinu eða heimsækja búðina þeirra út á Granda í Reykjavík (Fiskislóð 39).
Eins eru til Biblíur í mörgum bókabúðum og í Kirkjuhúsinu í Katrínartúni 4, Reykjavík.