Þakkið Drottni því að hann er góður,
miskunn hans varir að eilífu.
Þakkið guði guðanna,
miskunn hans varir að eilífu.
Þakkið Drottni drottnanna,
miskunn hans varir að eilífu.
Hann einn vinnur máttarverk,
miskunn hans varir að eilífu.
Hann gerði himininn af visku,
miskunn hans varir að eilífu.
Hann breiddi út jörðina á vötnunum,
miskunn hans varir að eilífu.
Hann skapaði stóru ljósin,
miskunn hans varir að eilífu,
sólina til að ráða deginum,
miskunn hans varir að eilífu,
tungl og stjörnur til að ráða nóttinni,
miskunn hans varir að eilífu.