Hallelúja.
Lofið nafn Drottins,
lofið hann, þér þjónar Drottins,
sem standið í húsi Drottins,
í forgörðum húss Guðs vors.
Lofið Drottin því að Drottinn er góður,
syngið nafni hans lof því að það er yndislegt.
Drottinn hefur útvalið sér Jakob,
Ísrael, sér til eignar.
Já, ég veit að Drottinn er mikill,
að Drottinn vor er öllum guðum æðri.
Allt sem Drottni þóknast
gerir hann á himni og jörð,
í hafinu og öllum djúpunum.
Hann lætur skýin stíga upp
frá endimörkum jarðar,
eldingar leiftra og regn falla,
hleypir stormi út úr forðabúrum sínum.