Nýr sáttmáli

18Á þeim degi munt þú, segir Drottinn,
ávarpa mig „eiginmaður minn“,
og ekki framar kalla til mín „Baal minn“.
19Ég fjarlægi nöfn Baala úr munni hennar
og þeir verða ekki nefndir á nafn framar.
20Á þeim degi geri ég sáttmála fyrir Ísraelsmenn
við dýr merkurinnar og fugla himinsins og skriðdýr jarðarinnar
og eyði boga, sverði og stríði úr landinu
og læt þá búa óhulta.
21Ég festi þig mér um alla framtíð,
ég festi þig mér í réttlæti, réttvísi, kærleika og miskunnsemi,
22 ég festi þig mér í tryggð,
og þú munt þekkja Drottin.
23 Á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn,
ég mun bænheyra himininn
og hann mun bænheyra jörðina
24 og jörðin mun bænheyra kornið,
vínið og olíuna,
og þau munu bænheyra Jesreel
25 og mín vegna mun ég sá henni í landið. [
Ég mun sýna Miskunnarvana miskunn
og segja við Ekki-lýð-minn: „Þú ert lýður minn,“
og hann mun segja: „Þú ert Guð minn.“