Sálmur 133

1 Helgigönguljóð. Eftir Davíð.
Sjá, hversu fagurt og yndislegt það er
þegar bræður búa saman.
2Það líkist ágætri olíu á höfði
sem drýpur niður í skeggið, skegg Arons,
og fellur niður á klæðafald hans.
3Það líkist dögg af Hermonfjalli
er fellur niður á Síonarfjöll.
Því að þar hefur Drottinn boðið út blessun,
líf að eilífu.

Sálmur 134

1 Helgigönguljóð.
Lofið Drottin, allir þjónar Drottins,
þér sem standið í húsi Drottins um nætur.
2Lyftið höndum til helgidómsins
og lofið Drottin.
3Drottinn blessi þig frá Síon,
hann sem skapaði himin og jörð.