11 Ég gaf þeim lög mín og boðaði þeim reglur mínar. Hver sá maður, sem framfylgir þeim, lifir vegna þeirra. 12 Ég gaf þeim einnig hvíldardaga mína sem tákn um sáttmálann milli mín og þeirra svo að þeir skildu að ég, Drottinn, helga þá. 13 En Ísraelsmenn risu gegn mér í eyðimörkinni. Þeir fóru ekki að lögum mínum og höfnuðu reglum mínum þótt hver sá sem hlýðir þeim lifi vegna þeirra. Þeir vanhelguðu hvíldardaga mína stórum.
Þá hugðist ég úthella reiði minni yfir þá þarna í eyðimörkinni og tortíma þeim. 14 Vegna nafns míns greip ég til annars ráðs til þess að það vanhelgaðist ekki í augum þjóðanna þar sem ég hafði leitt Ísrael út fyrir augum þeirra. 15 Þá hóf ég upp hönd mína og sór þeim, þarna í eyðimörkinni, að fara ekki með þá til landsins sem ég hafði heitið að gefa þeim, landsins sem flýtur í mjólk og hunangi og af öllum löndum ber. 16 Þetta gerði ég af því að þeir höfðu hafnað reglum mínum og ekki fylgt lögum mínum og vanhelgað hvíldardaga mína því að hugur þeirra var bundinn skurðgoðum.
17 En ég leit til þeirra miskunnarauga og ég eyddi þeim ekki og ég gerði ekki út af við þá í eyðimörkinni.