Auðmjúkum veitist náð

1 Af hverju koma stríð og af hverju sennur meðal ykkar? Af hverju öðru en girndum ykkar sem heyja stríð í limum ykkar? 2 Þið girnist og fáið ekki, þið drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þið berjist og stríðið. Þið eigið ekki af því að þið biðjið ekki. 3 Þið biðjið og öðlist ekki af því að þið biðjið illa, þið viljið sóa því í munaði.
4 Þið ótrúu, vitið þið ekki að vinátta við heiminn er fjandskapur gegn Guði? Hver sem því vill vera vinur heimsins, hann gerir sig að óvini Guðs. 5 Eða haldið þið að ritningin fari með hégóma sem segir: „Þráir Guð ekki með afbrýði andann sem hann gaf bústað í okkur?“[ 6 En því meiri er náðin sem hann gefur. Þess vegna segir Ritningin: „Guð stendur í gegn dramblátum en auðmjúkum veitir hann náð.“
7 Gefið ykkur því Guði á vald, standið gegn djöflinum og þá mun hann flýja ykkur. 8 Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.
Hreinsið hendur ykkar, þið syndarar, og gerið hjörtun flekklaus, þið tvílyndu. 9 Berið ykkur illa, syrgið og grátið. Breytið hlátri ykkar í sorg og gleðinni í hryggð. 10 Auðmýkið ykkur fyrir Drottni og hann mun upphefja ykkur.