Biblíulestur 11. nóvember – Heb 11.32–40

2021-01-04T14:57:13+00:00Fimmtudagur 11. nóvember 2021|

32 Hvað á ég að orðlengja framar um þetta? Mig mundi skorta tíma ef ég færi að segja frá Gídeon, Barak, Samson og Jefta og af Davíð, Samúel og spámönnunum. 33 Fyrir trú unnu þeir sigur á konungsríkjum, iðkuðu réttlæti, öðluðust fyrirheit. Þeir byrgðu gin ljóna, 34 slökktu eldsbál, komust undan sverðseggjum. Þeir urðu styrkir þótt áður væru þeir veikir, gerðust öflugir í stríði og stökktu fylkingum óvina á flótta. 35 Konur heimtu sína framliðnu úr helju. Aðrir voru pyndaðir og þágu ekki lausn til þess að öðlast betri upprisu. 36 Aðrir urðu að sæta háðsyrðum og húðstrokum og þar á ofan fjötrum og fangelsi. 37 Þeir voru grýttir, sagaðir í sundur,[ höggnir með sverði. Þeir ráfuðu í gærum og geitaskinnum, alls vana, aðþrengdir og illa haldnir. 38 Ekki átti heimurinn slíka menn skilið. Þeir reikuðu um óbyggðir og fjöll og héldust við í hellum og gjótum.
39 En þó að allir þessir menn fengju góðan vitnisburð fyrir trú sína fengu þeir þó ekki að sjá fyrirheitið rætast. 40 Guð hafði séð okkur fyrir því sem betra var: Án okkar skyldu þeir ekki fullkomnir verða.

Title

Fara efst