Ekki fyrir mönnum

1 Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.
2 Þegar þú gefur ölmusu skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér eins og hræsnarar gera í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
3 En þegar þú gefur ölmusu viti vinstri hönd þín ekki hvað sú hægri gerir 4 svo að ölmusa þín sé í leynum og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.