1 Helgigönguljóð. Eftir Salómon.
Ef Drottinn byggir ekki húsið
erfiða smiðirnir til ónýtis.
Ef Drottinn verndar eigi borgina
vakir vörðurinn til ónýtis.
2Það er yður til einskis
að rísa upp árla og ganga seint til hvílu
og eta brauð sem aflað er með striti:
Svo gefur Drottinn ástvinum sínum í svefni.
3Synir eru gjöf frá Drottni,
ávöxtur móðurlífsins er umbun.
4Eins og örvar í hendi kappans
eru synir getnir í æsku.
5Sæll er sá maður er fyllt hefur örvamæli sinn með þeim.
Þeir verða eigi til skammar
er þeir flytja mál gegn óvinum sínum í borgarhliðinu.