38 Þegar blettir myndast á hörundi karls eða konu, hvítir blettir, 39 skal prestur skoða þá. Staðfesti hann að daufir, hvítir blettir séu á hörundinu eru það góðkynja útbrot sem hafa myndast á húðinni. Maðurinn er hreinn.
40 Þegar maður missir hárið á hvirflinum fær hann hvirfilsskalla og er hreinn. 41 Missi hann hárið við gagnaugun og framan til á höfðinu fær hann ennisskalla. Hann er hreinn.
42 Þegar ljósrauð útbrot myndast á skalla manns eða ennisskalla er það holdsveiki sem kemur fram á skalla hans eða ennisskalla. 43 Prestur skal skoða þetta. Staðfesti hann að bólgan í útbrotunum á skallanum eða enninu sé ljósrauð og líti út eins og holdsveiki í hörundi 44 er hann holdsveikur. Maðurinn er óhreinn. Presturinn skal úrskurða hann ótvírætt óhreinan. Hann hefur holdsveiki á höfðinu.
45 Hinn holdsveiki, sá sem sýktur er, skal klæðast rifnum klæðum, hár hans skal vera óhirt og hann skal hylja skegg sitt. Hann skal hrópa: „Óhreinn, óhreinn!“ 46 Hann er óhreinn allan þann tíma sem hann hefur sjúkdóminn. Hann skal búa einangraður, bústaður hans skal vera utan herbúðanna.