42. kafli
Blind og heyrnarlaus þjóð
18Hlustið, þér heyrnarlausir,
lítið upp, blindir, svo að þér sjáið.
19Hver er blindur ef ekki þjónn minn
og heyrnarlaus ef ekki sendiboði minn?
Hver er svo blindur sem boðberi minn
eða svo blindur sem þjónn Drottins?
20Margt sér hann en gefur því engan gaum,
hefur eyrun opin en hlustar ekki.
21Vegna réttlætis síns þóknaðist Drottni
að gera lögmál sitt mikið og vegsamlegt.
22 En þeir eru rænd og rupluð þjóð,
allir fjötraðir í dýflissum eða fangelsum,
þeir urðu herfang og enginn bjargaði,
ránsfengur og enginn segir: „Látið þá lausa.“
23 Hver af yður vill hlýða á þetta,
gefa því gaum og hlusta vegna framtíðarinnar?
24 Hver ofurseldi Jakob ránsmönnum
og Ísrael þjófum?
Var það ekki Drottinn sem vér syndguðum gegn?
Þeir vildu ekki ganga á vegum hans
og ekki hlýða lögum hans.
25 Þess vegna jós hann glóandi reiði sinni
og stríðsógnum yfir þá.
Reiðin brann umhverfis þá
en þeir skildu það ekki
og hún sveið þá
en þeir gáfu því ekki gaum.
43. kafli
Endurlausn Ísraels
1En nú segir Drottinn svo,
sá sem skóp þig, Jakob,
og myndaði þig, Ísrael:
Óttast þú ekki því að ég frelsa þig,
ég kalla á þig með nafni,
þú ert minn.