Biblíulestur 23. október – Slm 126

2020-11-30T16:39:59+00:00Laugardagur 23. október 2021|

1 Helgigönguljóð.
Þegar Drottinn sneri við hag Síonar [
var sem oss dreymdi.
2Þá fylltist munnur vor hlátri
og tungur vorar fögnuði.
Þá sögðu menn meðal þjóðanna:
„Mikla hluti hefur Drottinn gert við þá.“
3Drottinn hefur gert mikla hluti við oss,
vér vorum glaðir.
4Snú við hag vorum, Drottinn,
eins og þú fyllir þurra farvegi í Suðurlandi.
5Þeir sem sá með tárum
munu uppskera með gleðisöng.
6Grátandi fara menn
og bera sáðkorn til sáningar,
með gleðisöng koma þeir aftur
og bera kornbindin heim.

Fara efst