Trúr í því smæsta

10 Sá sem er trúr í því smæsta er einnig trúr í miklu og sá sem er ótrúr í því smæsta er og ótrúr í miklu. 11 Ef ekki er hægt að treysta yður fyrir hverfulum auðæfum, hver trúir yður þá fyrir sönnum auði? 12 Og ef ekki er hægt að treysta yður fyrir eigum annarra, hvernig getur Guð þá treyst yður fyrir því sem hann ætlar yður að eiga sjálf?
13 Enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.“

Guð þekkir hjörtu yðar

14 En farísearnir, sem voru menn fégjarnir, heyrðu þetta og gerðu gys að Jesú. 15 En hann sagði við þá: „Þér eruð þeir sem réttlætið sjálfa yður í augum manna en Guð þekkir hjörtu yðar. Því það sem hátt er að dómi manna er viðurstyggð í augum Guðs.
16 Lögmálið og spámennirnir ná fram til Jóhannesar. Þaðan í frá er flutt fagnaðarerindi Guðs ríkis og hver maður vill ryðjast þar inn.
17 En það er auðveldara að himinn og jörð líði undir lok en einn stafkrókur lögmálsins falli úr gildi.