Á síðustu dögum

1 En það skaltu vita að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. 2 Menn verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, illmálgir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, guðlausir, 3 kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir og andsnúnir öllu góðu, 4 sviksamir, framhleypnir, drambsamir og elska munaðarlífið meira en Guð. 5 Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti hennar. Forðastu þá.
6 Úr hópi þeirra eru mennirnir sem smeygja sér inn á heimilin og véla kvensniftir sem syndum eru hlaðnar og leiðast af margvíslegum fýsnum. 7 Þær eru alltaf að reyna að læra en geta aldrei komist til þekkingar á sannleikanum. 8 Eins og þeir Jannes og Jambres[ stóðu í gegn Móse þannig standa þessir menn í gegn sannleikanum. Þeir eru menn hugspilltir og óhæfir í trúnni. 9 En þeim verður ekki ágengt því að heimska þeirra verður hverjum manni augljós eins og líka heimska hinna varð.