21. kafli

37 Steli maður nauti eða sauði og slátrar eða selur, skal hann bæta naut með fimm nautum og sauðinn með fjórum sauðum.

22. kafli

Lög um þjófnað og eignatjón

1 Sé þjófur staðinn að verki við innbrot og honum er veitt banahögg telst það ekki blóðsekt. 2 En sé sólin komin upp þegar hann gerir þetta telst það blóðsekt. Þjófur skal greiða fullar bætur. Eigi hann ekkert skal selja hann sjálfan í bætur fyrir stuldinn. 3 Finnist hið stolna lifandi í vörslu hans, hvort sem það er naut, asni eða sauður, skal hann bæta með tveimur fyrir eitt.
4 Beiti maður akur eða víngarð og láti fénað sinn ganga lausan svo að hann bítur einnig á landi annars manns, skal hann bæta það með því besta af akri sínum eða víngarði.
5 Þegar eldur kviknar og kemst í þyrnigerði og eyðir kornstakki eða óslegnu korni eða heilum akri, skal sá sem kveikti eldinn bæta.
6 Fái maður öðrum manni fé eða einhverja muni til varðveislu og þeim er síðan stolið úr húsi hans, skal þjófurinn bæta tvöfalt ef hann næst. 7 Finnist þjófurinn ekki skal eigandi hússins leiddur fram fyrir Guð til að sverja að hann hafi ekki ásælst eigur hins.
8 Í hverju svikamáli, hvort sem um er að ræða naut, asna, sauð, klæðnað eða annað sem glatast hefur og eigandinn segir: Það er einmitt þetta, skal mál beggja aðila koma fyrir Guð. Sá sem Guð dæmir sekan skal bæta hinum tvöfalt.