17 Drepi maður mann skal hann tekinn af lífi. 18 Hver sem drepur skepnu skal bæta hana: Líf fyrir líf. 19 Þegar einhver maður veitir landa sínum áverka skal honum gert það sama og hann sjálfur gerði: 20 Beinbrot fyrir beinbrot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Honum skal veittur sami áverki og hann veitti manninum. 21 Hver sem drepur skepnu skal bæta hana en hver sem drepur mann skal tekinn af lífi.
22 Sama réttarregla skal gilda fyrir ykkur, bæði fyrir aðkomumenn og innborna, því að ég, Drottinn, er Guð ykkar.“