19

145Ég hrópa af öllu hjarta, bænheyr mig, Drottinn,
ég vil halda lög þín.
146Ég ákalla þig, hjálpa þú mér,
að ég megi varðveita fyrirmæli þín.
147Ég er á ferli fyrir dögun, hrópa
og bíð orða þinna.
148Fyrr en vakan hefst eru augu mín vökul
og ég íhuga orð þitt.
149Hlýð á raust mína eftir miskunn þinni,
lát mig lífi halda, Drottinn, eftir ákvæðum þínum.
150Fláráðir ofsækjendur mínir eru nærri,
þeir eru fjarri lögmáli þínu.
151Þú ert nálægur, Drottinn,
og öll boð þín eru sannleikur.
152Fyrir löngu hef ég vitað um reglur þínar;
þú settir þær, að þær giltu um eilífð.

20

153Sjá eymd mína og frelsa mig
því að ég hef eigi gleymt lögmáli þínu.
154Flyt þú mál mitt og bjarga mér,
lát mig lífi halda samkvæmt fyrirheiti þínu.
155Hjálpræðið er fjarri óguðlegum
því að þeir leita eigi fyrirmæla þinna.
156Mikil er miskunn þín, Drottinn,
lát mig lífi halda eftir ákvæðum þínum.
157Margir ofsækja mig og þrengja að mér,
ég hef ekki vikið frá fyrirmælum þínum.
158Ég sé trúrofana og kenni viðbjóðs;
þeir varðveita eigi orð þitt.
159Sjá, hve ég elska fyrirmæli þín,
lát mig lífi halda, Drottinn, eftir miskunn þinni.
160Sérhvert orð þitt er satt
og réttlætisákvæði þín vara að eilífu.