Dómurinn

11 Og ég sá mikið hvítt hásæti og þann sem í því sat. Frá augliti hans flúðu himinn og jörð en fundu engan stað. 12Og ég sá þá dauðu, stóra og smáa, standa frammi fyrir hásætinu og bókunum var lokið upp. Þá var annarri bókinni lokið upp, það var lífsins bók. Og hinir dauðu voru dæmdir eftir verkum sínum eins og ritað var í bókunum. 13 Og hafið skilaði hinum dauðu sem í því voru og dauðinn og hel skiluðu þeim dauðu sem í þeim voru og sérhver hlaut dóm eftir verkum sínum. 14 Og dauðanum og helju var kastað í eldsdíkið. Eldsdíki er hinn annar dauði. 15 Og ef einhver fannst ekki skráður í lífsins bók var honum varpað í eldsdíkið.