Málaferli í söfnuðinum

1 Hvernig getur nokkur ykkar, sem á sökótt við annan, fengið af sér að fara með málið fyrir dóm ranglátra en ekki heilagra? 2 Eða vitið þið ekki að heilagir eiga að dæma heiminn? Og ef þið eigið að dæma heiminn eruð þið þá óverðugir að dæma í hinum minnstu málum? 3 Vitið þið eigi að við eigum að dæma engla? Hvað þá heldur hversdagsleg efni! 4 Þegar þið eigið að dæma um hversdagsleg efni, þá kveðjið þið að dómurum menn sem að engu eru hafðir í söfnuðinum.
5 Ég segi það ykkur til blygðunar. Er þá enginn vitur til á meðal ykkar sem skorið geti úr málum milli safnaðarmanna?[ 6 Í stað þess eigið þið í málum innbyrðis og það fyrir vantrúuðum.
7 Það út af fyrir sig að þið standið í málaferlum hvert við annað er í sjálfu sér hnekkir fyrir ykkur. Hví líðið þið ekki heldur órétt? Hví látið þið ekki heldur hafa af ykkur? 8 Þess í stað gerið þið öðrum rangt til og hafið af þeim og það trúsystkinum.