17

129Undursamleg eru fyrirmæli þín,
þess vegna held ég þau.
130Þegar orð þín ljúkast upp ljóma þau
og gera fávísa vitra.
131Ég opna munn minn af áfergju
því að ég þrái boð þín.
132Snú þér til mín og ver mér náðugur
eins og þeim er ætlað sem elska nafn þitt.
133Ger skref mín örugg með fyrirheiti þínu
og lát ekkert ranglæti drottna yfir mér.
134Leys mig undan kúgun manna,
að ég megi halda fyrirmæli þín.
135Lát ásjónu þína lýsa yfir þjón þinn
og kenn mér lög þín.
136Augu mín flóa í tárum
af því að menn varðveita eigi lögmál þitt.

18

137Réttlátur ert þú, Drottinn,
og réttmætir eru dómar þínir.
138Þú hefur sett lög þín af réttlæti
og mikilli trúfesti.
139Ákafi minn tærir mig
því að fjendur mínir hafa gleymt orðum þínum.
140Orð þitt er hreint og tært
og þjónn þinn elskar það.
141Ég er lítilmótlegur og fyrirlitinn
en fyrirmælum þínum hef ég eigi gleymt.
142Réttlæti þitt er eilíft réttlæti
og lögmál þitt sannleikur.
143Neyð og hörmung hafa mér að höndum borið,
boð þín eru unun mín.
144Fyrirmæli þín eru rétt um eilífð,
veit mér skilning svo að ég megi lifa.