15

113Ég hata tvílráða menn
en lögmál þitt elska ég.
114Þú ert skjól mitt og skjöldur,
ég vona á orð þitt.
115Víkið frá mér, illgjörðamenn,
að ég megi halda boð Guðs míns.
116Styð mig með orði þínu, að ég megi lifa
og lát von mína eigi verða til skammar.
117Styð mig, að ég megi frelsast
og ætíð gefa gaum að lögum þínum.
118Þú hafnar öllum sem villast frá lögum þínum
því að svik þeirra eru til einskis.
119Þú metur sem sorp alla óguðlega,
þess vegna elska ég fyrirmæli þín.
120Ég nötra af hræðslu við þig
og skelfist dóma þína.

16

121Ég hef iðkað rétt og réttlæti,
sel mig eigi í hendur kúgurum mínum.
122Tryggðu þjóni þínum velfarnað,
lát eigi ofstopamennina kúga mig.
123Augu mín daprast af þrá eftir hjálp þinni
og réttlátu fyrirheiti þínu.
124Far með þjón þinn eftir miskunn þinni
og kenn mér lög þín.
125Ég er þjónn þinn, veit mér skilning
til að þekkja reglur þínar.
126Tími er kominn fyrir Drottin að taka í taumana,
þeir hafa rofið lögmál þitt.
127Þess vegna elska ég boð þín
meira en gull, já skíragull.
128Þess vegna fylgi ég öllum fyrirmælum þínum af kostgæfni
og hata sérhvern lygaveg.