23 Þessi þjóð er þverúðarfull og þrjósk í hjarta.
Þeir hafa vikið af leið og horfið burt.
24 Þeir hugsuðu eigi með sér:
„Óttumst Drottin, Guð vorn,
sem gefur regn, haustregn og vorregn, á réttum tíma,
tryggir oss ákveðna uppskerutíð.“
25 Afbrot yðar hafa fært þetta allt úr skorðum,
syndir yðar hafa svipt yður blessuninni.

Hinir guðlausu meðal þjóðar Drottins

26 Illmenni er að finna meðal þjóðar minnar.
Þau leynast eins og veiðimenn sem læðast,
setja upp gildrur
og veiða menn.
27 Eins og fuglabúr full af fuglum
eru hús þeirra full af svikum.
Þess vegna eru þau voldug og rík,
28 feit og sælleg.
Þau styðja málstað illmenna,
kveða eigi upp rétta dóma
í þágu munaðarleysingja
svo að þeim farnist vel
og reka eigi réttar fátæklinga.
29 Ætti ég ekki að refsa þeim fyrir það? segir Drottinn,
ætti ég ekki að hefna mín á annarri eins þjóð og þessari?
30 Óttalegt og hræðilegt er það sem við ber í landinu.
31 Spámennirnir boða lygi,
prestarnir kenna að eigin geðþótta
og þjóð minni fellur það vel.
En hvað ætlið þér að gera
þegar kemur að skuldadögunum?