13

97Hve mjög elska ég lögmál þitt,
allan daginn íhuga ég það.
98Boð þín hafa gert mig vitrari en óvini mína
því að þau hef ég ætíð hjá mér.
99Ég er hyggnari en allir kennarar mínir
því að ég íhuga reglur þínar.
100Ég er skynsamari en öldungar
því að ég held fyrirmæli þín.
101Ég forða fæti mínum frá hverjum vondum vegi
því að ég fylgi orði þínu.
102Ég vík eigi frá reglum þínum
því að þú hefur kennt mér.
103Hve sæt eru fyrirheit þín gómi mínum,
hunangi betri munni mínum.
104Af fyrirmælum þínum er ég skynsamur orðinn,
þess vegna hata ég sérhvern lygaveg.

14

105Þitt orð er lampi fóta minna
og ljós á vegum mínum.
106Ég hef svarið og haldið það
að varðveita þín réttlátu ákvæði.
107Ég er mjög beygður, Drottinn,
lát mig lífi halda eftir orði þínu.
108Drottinn, tak með velþóknun við gjöfum munns míns
og kenn mér ákvæði þín.
109Líf mitt er ætíð í hættu
en ég hef ekki gleymt lögmáli þínu.
110Óguðlegir hafa lagt snöru fyrir mig
en ég hef ekki villst frá fyrirmælum þínum.
111Fyrirmæli þín eru hlutskipti mitt um aldur
því að þau gleðja hjarta mitt.
112Ég hef hneigt hjarta mitt að því að hlýða boðum þínum
um aldur og allt til enda.