7Þegar ég gekk um hlið mitt til borgarinnar
og settist í sæti mitt á torginu
8drógu æskumenn sig í hlé þegar þeir sáu mig
og öldungar risu á fætur og stóðu kyrrir,
9höfðingjar gættu tungu sinnar
og lögðu hönd á munn sér,
10tignarmenn lækkuðu róminn
og tunga þeirra loddi við góminn.
11Sá sem hlustaði á mig lofaði mig,
hver sem sá mig hældi mér
12því að ég bjargaði snauðum sem hrópaði á hjálp
og munaðarlausum sem enginn liðsinnti.
13Sá sem var hætt kominn blessaði mig
og ég fyllti hjarta ekkjunnar fögnuði.
14Ég klæddist réttlæti,
ráðvendni mín fór mér vel eins og kápa og vefjarhöttur.
15Ég varð blindum augu
og lömuðum fætur.
16Ég varð snauðum faðir,
kannaði deilur mér óþekktra manna,
17braut kjálka illmennis
og reif bráðina úr tönnum þess.