7

49Minnstu þess orðs við þjón þinn
sem þú gafst mér að vona á,
50það er huggun mín í eymd minni
að orð þitt lætur mig lífi halda.
51Þeir hrokafullu spotta mig ákaflega
en ég vík eigi frá lögmáli þínu.
52Ég minnist boða þinna frá öndverðu, Drottinn,
og læt huggast.
53Ofsareiði við óguðlega grípur mig,
við þá er yfirgefa lögmál þitt.
54Lög þín eru efni ljóða minna
í því húsi sem ég gisti.
55Um nætur minnist ég nafns þíns, Drottinn,
því að ég vil halda lög þín.
56Það hefur hlotnast mér
að fylgja fyrirmælum þínum.

8

57Drottinn er hlutskipti mitt,
ég hef heitið að halda boð þín.
58Ég ákalla þig af öllu hjarta,
vertu mér náðugur eins og þú hefur heitið.
59Ég hef hugað að vegum mínum
og beint skrefum mínum að fyrirmælum þínum.
60Ég hef flýtt mér og eigi tafið
að hlýða boðum þínum.
61Snörur óguðlegra lykja um mig
en ég gleymi ekki lögmáli þínu.
62Um miðnætti rís ég upp til að þakka þér
réttlát ákvæði þín.
63Ég er vinur allra sem óttast þig
og halda fyrirmæli þín.
64Drottinn, jörðin er full af miskunn þinni,
kenn mér lög þín.