5

33Kenn mér, Drottinn, veg laga þinna
og ég mun fylgja honum allt til enda.
34Veit mér skilning til að halda lögmál þitt
og varðveita það af öllu hjarta.
35Leið mig götu boða þinna,
af henni hef ég yndi.
36Hneig hjarta mitt að fyrirmælum þínum
en ekki að illa fengnum gróða.
37Snú augum mínum frá hégóma,
veit mér líf á vegum þínum.
38Efn heit þitt við þjón þinn
svo að ég megi óttast þig.
39Nem burt háðungina sem ég skelfist
því að ákvæði þín eru góð.
40Sjá, ég þrái fyrirmæli þín,
lífga mig með réttlæti þínu.

6

41Lát náð þína koma yfir mig, Drottinn,
hjálpræði þitt samkvæmt fyrirheiti þínu,
42svo að ég megi svara þeim sem smána mig
því að ég treysti orði þínu.
43Tak ekki orð sannleikans úr munni mér
því að ég setti von mína á dóma þína.
44Ég vil stöðugt varðveita lögmál þitt
um aldur og ævi.
45Ég mun ganga um víðlendi
því að ég leita fyrirmæla þinna.
46Ég mun vitna um boð þín frammi fyrir konungum
og eigi fyrirverða mig.
47Ég finn unað í boðum þínum,
þeim er ég elska.
48Ég rétti út hendurnar móti boðum þínum,
þeim er ég elska,
og íhuga lög þín.