32 Farísear heyrðu að fólk var að skrafa þetta um hann og æðstu prestar og farísear sendu þjóna að taka hann höndum. 33 Þá sagði Jesús: „Enn verð ég hjá ykkur skamma stund og þá fer ég aftur til þess sem sendi mig. 34Þið munuð leita mín og eigi finna. Þið getið ekki komist þangað sem ég er.“
35 Þá sögðu menn[ sín á milli: „Hvert skyldi hann ætla að fara svo að við finnum hann ekki? Hann ætlar þó ekki að fara til Gyðinga sem dreifðir eru meðal Grikkja og kenna Grikkjum? 36 Hvað var hann að segja: Þið munuð leita mín og eigi finna og þið getið ekki komist þangað sem ég er?“

Lækir lifandi vatns

37 Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: „Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki. 38 Frá hjarta þess sem trúir á mig munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir.“ 39 Þarna átti hann við andann er þau skyldu hljóta sem á hann trúa. Því enn var andinn ekki gefinn þar eð Jesús var ekki enn dýrlegur orðinn.