Dæmið ekki

1 Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. 2 Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. 3 Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? 4 Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga þínu. 5 Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.