15Sífelldur þakleki í rigningatíð og þrasgjörn kona
er hvað öðru líkt,
16sá er hana stöðvar stöðvar vindinn
og heldur á olíu í hægri hendi.
17Járn brýnir járn
og maður brýnir mann.
18Sá sem gætir fíkjutrés mun njóta ávaxtar þess
og sá sem annast húsbónda sinn hlýtur sæmd.
19Andlit horfir við andliti í vatni,
svo er hjarta eins manns gagnvart öðrum.
20Dánarheimar og undirdjúpin eru óseðjandi,
svo eru og augu mannsins óseðjandi.
21Deiglan reynir silfrið og bræðsluofninn gullið
en maðurinn er metinn eftir orðstír sínum.
22 Þótt þú steytir heimskingjann í mortéli ásamt korni
mun heimska hans ekki skilja við hann.
23 Gefðu nákvæmar gætur að sauðum þínum
og annast um hjarðir þínar
24 því að hvorki vara eignir að eilífu
né kóróna frá kyni til kyns.
25 Sé heyið hirt og háin tekin að spretta
og hafi jurtum fjallanna verið safnað
26 átt þú lömb þér til klæðnaðar,
geithafra til þess að kaupa fyrir akur
27 og nóga geitamjólk þér til fæðslu,
heimili þínu til matar og til viðurværis þernum þínum.