7Áður en kona fær hríðir
hefur hún fætt,
áður en hún tekur jóðsótt
hefur hún alið sveinbarn.
8Hver hefur heyrt annað eins,
hver séð nokkuð þessu líkt?
Fæðist land á einum degi,
þjóð í einni andrá?
Óðar en Síon fékk hríðir
fæddi hún syni sína. [
9Opna ég móðurlíf
án þess að barn fæðist
eða læt ég fæðingu hefjast
og hindra hana síðan? segir Guð þinn.
10Gleðjist með Jerúsalem og fagnið í henni,
allir þér sem elskið hana,
fagnið með henni og kætist,
allir þér sem eruð hryggir hennar vegna
11svo að þér getið sogið og saðst af huggunarbrjósti hennar,
svo að þér getið teygað og gætt yður á nægtabarmi hennar.
12Því að svo segir Drottinn:
Ég veiti velsæld til hennar eins og fljóti
og auðæfum þjóðanna eins og bakkafullum læk.
Brjóstmylkingar hennar verða bornir á mjöðminni
og þeim hossað á hnjánum.
13Eins og móðir huggar barn sitt,
eins mun ég hugga yður,
í Jerúsalem verðið þér huggaðir.
14Þegar þér sjáið þetta mun hjarta yðar fagna
og bein yðar blómgast sem grængresi.
Hönd Drottins birtist þjónum hans
en reiðin bitnar á fjandmönnum hans.