Verið algáð

1 Öldungana ykkar á meðal hvet ég sem einnig er öldungur og vottur písla Krists og einnig á hlutdeild í þeirri dýrð sem mun opinberast: 2 Verið hirðar þeirrar hjarðar sem Guð hefur falið ykkur. Gætið hennar ekki nauðugir heldur af fúsu geði eins og Guð vill, ekki af gróðafíkn heldur fúslega. 3 Þið skuluð ekki drottna yfir söfnuðunum heldur vera fyrirmynd hjarðarinnar. 4 Þegar hinn æðsti hirðir birtist munuð þið öðlast þann dýrðarsveig sem aldrei fölnar.
5 Og þið sem yngri eruð, verið öldungunum hlýðin og öll lítillát hvert gagnvart öðru því að „Guð stendur gegn dramblátum en auðmjúkum veitir hann náð“. 6 Beygið ykkur því undir Guðs voldugu hönd til þess að hann upphefji ykkur á sínum tíma. 7 Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.