Allra næstu daga munu greiðsluseðlar vegna félagsgjalda í Hið íslenska biblíufélagi birtast í heimabönkum félagsfólks. Félagsgjaldið er 3.000 krónur á ári. Við vonum að félagsfólk bregðist við og greiði með gleði. Ef þú vilt slást í hópinn og gerast félagi í Biblíufélaginu, þá er hægt að skrá sig á slóðinni https://biblian.is/vertu-med/.

Félagsfólk sem jafnframt er Bakhjarlar Biblíunnar fá ekki greiðsluseðil í þessari viku en fá mánaðarlega greiðsluseðilinn í kringum 25. júní. Einnig er hægt að gerast Bakhjarl Biblíunnar með 1000 króna mánaðarlegu framlagi með að skrá sig á https://biblian.is/2020/02/09/bakhjarlar-bibliunnar/.

Við skiljum að aðstæður fólks geta breyst og ef þú þarft að draga félagsaðild þína til baka, eða kannast ekki við að vera félagi í Biblíufélaginu en fékkst greiðsluseðil, þá viljum við biðja þig að hafa samband á https://biblian.is/hafa-samband/.

Ef þig langar að kynna þér hvað félagið hefur gert á liðnu ári er hægt er að nálgast árskýrslu Hins íslenska biblíufélags á slóðinni http://biblian.is/wp-content/uploads/2021/04/Ársskýrsla-Biblíufélagsins-2020-2021.pdf.