1
1Sælir eru grandvarir,
þeir er fram ganga í lögmáli Drottins.
2Sælir eru þeir er halda boð hans
og leita hans af öllu hjarta,
3eigi fremja ranglæti
en ganga á vegum hans.
4Þú hefur gefið skipanir þínar
til þess að þeim skuli hlýtt í hvívetna.
5Ó, að breytni mín mætti vera staðföst
svo að ég varðveiti lög þín.
6Þá verð ég ekki til skammar
er ég gef gaum að öllum boðum þínum.
7Ég skal þakka þér af einlægu hjarta
er ég hef numið þín réttlátu ákvæði.
8Ég vil gæta laga þinna,
yfirgef mig aldrei.
2
9Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum?
Með því að gefa gaum að orði þínu.
10Ég leita þín af öllu hjarta,
lát mig eigi villast frá boðum þínum.
11Ég geymi orð þín í hjarta mínu
svo að ég syndgi ekki gegn þér.
12Lofaður sért þú, Drottinn,
kenn mér lög þín.
13Með vörum mínum tel ég upp
öll ákvæði munns þíns.
14Ég gleðst yfir vegi laga þinna
eins og yfir gnótt auðæfa.
15Ég vil íhuga fyrirmæli þín
og gefa gaum að vegum þínum.
16Ég leita unaðar í lögmáli þínu,
gleymi eigi orði þínu.