39 Þér rannsakið ritningarnar því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær sem vitna um mig 40 en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.
41 Ég þigg ekki heiður af mönnum 42 en ég þekki yður, ég veit að þér hafið ekki í yður kærleika til Guðs. 43 Ég er kominn í nafni föður míns og þér takið ekki við mér. Ef annar kæmi í sínu eigin nafni tækjuð þér við honum. 44Hvernig getið þér trúað þegar þér þiggið heiður hver af öðrum en leitið ekki þess heiðurs sem er frá einum Guði? 45 Ætlið eigi að ég muni ákæra yður fyrir föðurnum. Sá sem ákærir yður er Móse og á hann vonið þér. 46 Ef þér tryðuð Móse munduð þér líka trúa mér því um mig hefur hann ritað. 47 Fyrst þér trúið ekki því sem hann skrifaði, hvernig getið þér þá trúað orðum mínum?“