15Fagnaðar- og siguróp kveða við í tjöldum réttlátra:
„Hægri hönd Drottins vinnur máttarverk,
16hægri hönd Drottins er upphafin,
hægri hönd Drottins vinnur stórvirki.“
17Ég mun eigi deyja heldur lifa
og kunngjöra dáðir Drottins.
18Drottinn hefur hirt mig harðlega
en eigi ofurselt mig dauðanum.
19Ljúkið upp fyrir mér hliðum réttlætisins
að ég megi ganga inn um þau og lofa Drottin.
20Þetta er hlið Drottins,
réttlátir ganga þar inn.
21Ég þakka þér að þú bænheyrðir mig
og komst mér til hjálpar.
22 Steinninn, sem smiðirnir höfnuðu,
er orðinn að hyrningarsteini.
23 Að tilhlutan Drottins er þetta orðið,
það er dásamlegt í augum vorum.
24 Þetta er dagurinn sem Drottinn gerði,
fögnum og verum glaðir á honum.
25 Drottinn, hjálpa þú,
Drottinn, gef þú gengi.
26 Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins,
frá húsi Drottins blessum vér yður.
27 Drottinn er Guð, hann lætur oss skína ljós,
fylkið yður með laufgreinum
að hornum altarisins.
28 Þú ert Guð minn, ég þakka þér,
Guð minn, ég vegsama þig.
29 Þakkið Drottni því að hann er góður,
því að miskunn hans varir að eilífu.