Jólasöfnun Hins íslenska biblíufélags rann til Biblíufélagsins á Haítí. En félagið á Haití styður við skólastarf með því að útvega skólum og kirkjum Biblíur og lestrarbækur með biblíusögum við hæfi barna. Nú í maí skilaði Biblíufélagið á Haítí áfangaskýrslu um verkefnið þar sem fram kemur að frá janúar og fram í apríl nú í ár hefur 2599 Biblíusöguritum, 2015 Nýja Testamentum og 1008 Biblíum verið dreift í átta skóla í landinu. Áætlað er að verkefnið haldi áfram út desember 2021.