12Drottinn minnist vor, hann mun blessa,
hann mun blessa Ísraels ætt,
hann mun blessa Arons ætt,
13hann mun blessa þá er óttast Drottin,
háa sem lága.
14Drottinn fjölgi yður,
sjálfum yður og börnum yðar.
15Þér séuð blessaðir af Drottni,
skapara himins og jarðar.
16Himinninn er himinn Drottins
en jörðina gaf hann mannanna börnum.
17Hvorki lofa dánir menn Drottin
né þeir sem eru hnignir í dauðaþögn,
18en vér viljum lofa Drottin
héðan í frá og að eilífu.
Hallelúja.