Nú er þess minnst að 50 ár eru liðin síðan að fyrstu handritin komu heim frá Danmörku. Eitt af handritunum sem samið var um við dönsk stjórnvöld að kæmi aftur til Íslands var handritið Stjórn (AM 227). Í handritinu er þýðing á fyrstu ritum Biblíunnar á norrænu (forn íslensku), ásamt skýringargreinum, ekki ósvipað kennslubiblíum (e. study bible) samtímans. Handritið var skrifað einhvern tímann í kringum 1350, hugsanlega í Þingeyraklaustri í Húnafirði. Biblíuþýðingin í handritinu Stjórn er gerð tveimur öldum áður en Nýja testamentisþýðing Odds Gottskálkssonar og um 250 árum áður en Guðbrandsbiblía kom út.

Handritið var í eigu Skálholtsstaðar þegar Árni Magnússon keypti það á 17. öld og flutti með sér til Kaupmannahafnar, en handritið var afhent Árnastofnun á Íslandi til varðveislu 18. júní 1997.

Hægt er að skoða ljósprent af handritinu á vef Landsbókasafns – Háskólabókasafns,  AM 227 fol. (handrit.is).