17Sá sem blandar sér í annarra deilu
er eins og sá sem grípur í eyrun á hundi sem fram hjá hleypur.
18Eins og óður maður sem þeytir eldibröndum og örvum
19er sá sem svíkur náunga sinn og segir síðan:
„Ég var bara að gera að gamni mínu.“
20Þegar eldsneytið þrýtur slokknar eldurinn
og þegar enginn er rógberinn stöðvast deilurnar.
21Eins og kol þarf til glóða og við til elds,
eins þarf þrætugjarnan mann til að kveikja deilur.
22 Orð rógberans eru eins og sælgæti,
þau læsa sig inn í innstu fylgsni hjartans.
23 Sem sorasilfur utan af leirbroti,
svo eru eldheitir kossar og illt hjarta.
24 Með vörum sínum gerir hatursmaðurinn sér upp vinalæti
en í hjarta sínu hyggur hann á svik.
25 Þó að hann mæli fagurt, þá trúðu honum ekki
því að sjö andstyggðir búa í hjarta hans.
26 Þótt hatrið hylji sig hræsni,
þá verður illska þess opinber í söfnuðinum.
27 Sá sem grefur gröf fellur í hana
og steinninn fellur aftur í fang þeim er veltir honum.
28 Lygin tunga hatar þá sem hún hefur unnið mein
og smjaðuryrði leiða til glötunar.