Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags var haldinn í nýju húsnæði Hjálpræðishersins að Suðurlandsbraut 72 miðvikudaginn 21. apríl klukkan 17:00. Á fundinum var farið yfir verkefni liðins starfsárs. Mikil ánægja ríkti á fundinum, enda unnið að mörgum spennandi verkefnum á liðnu ári og mörg fleiri verkefni í deiglunni.

Séra Grétar Halldór Gunnarsson formaður framkvæmdanefndar flutti skýrslu stjórnar þar sem sagt var frá þeim fjórum atriðum sem voru mest áberandi í starfi Biblíufélagsins á liðnu starfsári.

 1. Framtíð prentaðrar Biblíu. 
 2. Áframhaldandi sókn á nýja miðla.
 3. Nýjar fjárhagslegar undirstöður.
 4. Minnkuð yfirbygging.

Mynda af ársskýrslu BiblíufélagsinsHægt er að nálgast skýrslu stjórnarinnar á slóðinni http://biblian.is/wp-content/uploads/2021/04/Ársskýrsla-Biblíufélagsins-2020-2021.pdf eða með því að smella á myndina hér til hliðar.

Séra Guðni Már Harðarsson fór yfir reikninga félagsins, en þrátt fyrir mikinn einskiptiskostnað á liðnu ári, svo sem sjónvarpsauglýsingu og birtingar hennar og vinnu við úthringingar vegna bakhjarlaverkefnisins, þá gefur fjárhagsstaða félagsins góðar vonir til framtíðar.

Stjórn Hins íslenska biblíufélags skipa eftir fundinn:

Forseti félagsins

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands

Önnur í stjórn

 • Ásta Guðrún Beck, lögfræðingur
 • Fjalar Freyr Einarsson, kennari, aga- og uppeldisráðgjafi
 • Grétar Halldór Gunnarsson, prestur
 • Guðni Már Harðarson, prestur
 • Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri
 • Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur
 • Kristján Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri
 • Sveinn Valgeirsson, prestur